Fréttir
Ný
togskip í Grundarfjarðarhöfn
1.10.2019
Þau gleðilegu og einstöku tímamót urðu í Grundarfjarðarhöfn í
lok september að þrjú ný togskip komu í fyrsta skiptið í nýja
heimahöfn. Fisk Seafood hf og Guðmundur Runólfsson hf,
hafa endurnýjað gamla togbáta með glæsilegum 10-12 ára gömlum
togskipum sem eru nokkrum númerum stærri en gömlu skipin. Þetta
eru skipin Runólfur SH135, Farsæll SH30 og Sigurborg SH12.
Við óskum útgerðum, áhöfnum og
Grundfirðingum öllum, til
hamingju með glæsilegan skipaflota.

Nýr
Bárður SH81
15.9.2019
Pétur Pétursson útgerðarmaður í Ólafsvík hefur látið smíða nýjan
Bárð SH81 í Bredgaard skipasmíðastöð í Rodbyhavn í Danmörku.
Báturinn er smíðaður úr trefjaplasti og er 27m langur og nærri
7m breiður og er útbúinn fyrir netaveiðar og dragnótaveiðar.
Mareind og Brimrún útveguðu allan
tækjabúnað í bátinn og sáu um hönnun á fyrirkomulagi og
uppsetningu á tækjunum í bátinn.
Við óskum útgerð og áhöfn til
hamingju með einn glæsilegasta neta- og dragnótarbát landsins
.JPG)

.JPG)
sjá meira um nýjan
Bárð SH81....
Helgi SH135 fær nýjan Ískastara og Hitamyndavél
20.11.2015
Helgi SH135 hefur fengið nýjan Ískastara,
TEF2650,1000W Xenon frá Tranberg í Noregi ásamt Raymarine/FLIR
fastri T270 Hitamyndavél sem fest er utaná leitarkastarann og
fylgir því öllum hans hreyfingum. Leitarkastarinn og
Hitamyndavélin gagnast mjög vel við að sjá ísjaka og ísrönd í
sjónum ásamt því að greina allar hitabreytingar á sjónum þar á
meðal hitaskil ofl.


Kristinn SH812 fær Furuno Straummælir
15.8.2015
Kristinn SH812 fékk nú í ágúst, nýjan Furuno
CI88 Straummælir. Með straummæli er hægt að sjá
straumhraða og stefnu í sjó á mismunandi dýpi samtímis. Þannig
er hægt að leggja línu á nákvæmari hátt, einnig hjálpa þessar
upplýsingar til við að minnka línuslit.


Sverrir SH126 komin til veiða eftir umfangsmiklar breytingar.
10.5.2015
Sverrir SH126 sem er Cleopatra
og gerður út á línuveiðar kom til heimahafnar í Ólafsvík eftir
miklar breytingar sem gerðar voru á honum í Bátahöllinni á
Hellisandi. Skorið var ofan af bátnum að brúnni
undanskildri og byggður nýr skrokkur sem er breiðari hærri og
lengri heldur en áður. Báturinn er nú tæplega 12metra
langur og mælist 14,9 br.tonn í stað 9 br.tonna. Eftir
stækkun er nú mun meira dekkpláss fyrir línubala og pláss fyrir
fleiri kör í lest.
Í bátinn var sett ný aðalvél
af gerðinni John Deere ásamt tveimur hliðarskrúfum að framan og
aftan. Einnig var endurnýjaður tækjabúnaður ss. ný Simrad AP70
sjálfstýring sem stjórnar einnig báðum hliðarskrúfum ásamt
útistjórnbúnaði og GPS áttavita. Ný siglingatölva með
Maxsea siglingaforriti, Garmin GPS plotter með innbyggðum
dýptarmælir 50/200Khz, myndavélar í vélarúmi ofl.
Mareind sá um að tengja allan
tækjabúnað bæði nýjan og gamlan í bátinn.
Við óskum eigendum til
hamingju með glæsilegann nýjan Sverrir SH126.


Helgi SH135 fær nýjan Furuno FCV 1150 dýptarmælir
10.9.2014
Helgi SH135 hefur fengið nýjan Furuno FCV 1150 dýptarmælir
3KW/2 tíðnir og Airmar Chirp CM599LH botnstykki, mælirinn er
settur upp á tveimur tíðnum 28Khz og 120Khz.

Rifsnes SH44 fær nýja Sailor stuttbylgjutalstöð
25.8.2014
Mareind hefur nýlokið við að
endurnýja MF/HF talstöðina sem bilaði um borð í Rifsnesi SH44
með nýrri Sailor 6000 MF/HF 250w stuttbylgjutalstöð.


Saxhamar SH50 fær Furuno CI68 straummælir
15.8.2014
Saxhamar SH50 hefur fengið Furuno CI-68 straummælir. Með straummæli er hægt að
sjá straumhraða og stefnu í sjó á mismunandi dýpi samtímis.
Þannig er hægt að leggja línu á nákvæmari hátt, einnig hjálpa
þessar upplýsingar til við að minnka línuslit.



Sveinbjörn
Jakobsson SH10 og Ólafur Bjarnason SH137 fá
JRC straummæla
1.8.2014
Sveinbjörn Jakobsson SH10 og
Ólafur Bjarnason SH137
hafa fengið JRC JLN-652BB straummæla. Með straummæli er hægt að
sjá straumhraða og stefnu í sjó á mismunandi dýpi samtímis.
Þannig er hægt að leggja línu á nákvæmari hátt, einnig hjálpa
þessar upplýsingar til við að minnka línuslit.


Magnús SH205
kemur í heimahöfn eftir umfangsmiklar breytingar
24.3.2014
Skarðsvík ehf. sem feðgarnir Sigurður
Kristjónsson og Sigurður V. Sigurðsson standa að, komu á
dögunum heim með Magnús SH205 eftir umfangsmiklar endurbætur
á honum. Báturinn fór í breytingar í lok apríl 2013 á
Akranesi hjá Þorgeir og Ellert þar sem slá átti út
afturhluta skipsins og gera smávægilegar breytingar í
borðsal ásamt því að stækka lestina og bæta við ýmsum
búnaði. Stuttu áður en því verki var lokið í byrjun
ágúst varð báturinn alelda inni í skipasmíðastöðinni og varð
nær ónýtur. Um miðjan september var hafist handa við
að endurbyggja bátinn frá grunni, afturskipið var endurbyggt
frá grunni, einni hæð var bætt undir brúnna frá því sem áður
var þar sem er gangur, skipstjóraklefi og tækjaherbergi.
Allur tækjabúnaður í brú og íbúðum er nýr, einnig var sett í
bátinn bógskrúfa ásamt nýrri aðgerðaraðstöðu á millidekki
sem Skaginn smíðaði, nýtt frammastur var smíðað og nýir
kranar voru settir upp á afturdekk og framdekk.
Mareind ehf seldi allan
tækjabúnað í bátinn og sá um hönnun á fyrirkomulagi og
uppsetningu á tækjunum í bátinn.
Við óskum útgerð og áhöfn til
hamingju með einn glæsilegasta neta- og snurvoðabát landsins.

Sjá meira um Magnús SH205
Nýtt Rifsnes SH44 kemur í heimahöfn
20.11.2013
Nýtt glæsilegt Rifsnes SH44 kom í heimahöfn
eftir siglingu frá Noregi þaðan sem það var keypt og hét áður
"Polarbris". Skipið er smíðað árið 1999 í Noregi og er 43m
að lengd og 9m að breidd eða 775 brúttólestir. Eldra Rifsnesið
var smíðað árið 1968 og er orðið 29 ára gamalt og hefur verið
selt til Vísis í Grindavík. Við óskum útgerð og áhöfn til
hamingju með eitt glæsilegasta línuskip landsins.
Mareind ehf sá um að koma fyrir
viðbótarbúnaði í brú og íbúðir sem tíðkast hér á Íslandi umfram
það sem gerist í Noregi.

Sjá meira um
Rifsnes SH44
Nýrri og stærri Kristinn SH812
20.9.2013
Útgerðarfélagið Breiðavík ehf. sem feðgarnir
Bárður Guðmundsson og Þorsteinn Bárðarson standa að komu á
dögunum heim með nýlegan bát af gerðinni Cleopatra 50
sem er yfirbyggður og útbúinn til línuveiða. Báturinn
kemur í stað gamla Kristinns, Cleopatra 38 sem var smíðaður
fyrir Breiðavík árið 2006. Mareind sá um að breyta
fyrirkomulagi tækja og bæta við tækjum í brú bátsins eftir
að þeir feðgar komu með bátinn til landsins frá Belgíu í
júlí s.l. en hann var smíðaður hjá Trefjum árið 2010 fyrir
útgerð í Belgíu.

Sjá meira um
Kristinn SH812
Steinunn SH167 fær nýjan Furuno CI68 straummælir
15.8.2013
Steinunn SH167 hefur fengið
nýjan Furuno CI-68 straummælir sem kemur í stað 12ára gamals
straummælis af minni gerð frá Furuno. Með straummæli er hægt að
sjá straumhraða og stefnu í sjó á mismunandi dýpi samtímis.
Þannig er hægt að leggja línu á nákvæmari hátt, einnig hjálpa
þessar upplýsingar til við að minnka línuslit.



Örvar SH777 fær straummælir, dýptarmælir og Maxsea Time Zero
15.7.2013
Örvar SH777 hefur fengið Furuno CI-68 straummælir
ásamt Furuno FCV 1150 dýptarmælir sem tengdur er við Maxsea
TimeZero siglingatölvu sem einnig var sett upp með tveim 23"
skjáum. Með straummæli er hægt að
sjá straumhraða og stefnu í sjó á mismunandi dýpi samtímis.
Þannig er hægt að leggja línu á nákvæmari hátt, einnig hjálpa
þessar upplýsingar til við að minnka línuslit.



Særif SH25 og Tryggvi Eðvarðs SH2
hafa fengið
nýjan tveggja tíðna sónar
20.6.2013
Nú hefur Særif og Tryggvi
Eðvarðs
fengið nýjan Furuno CH300 tveggja tíðna sónar 60/153KHZ sem
getur sýnt báðar tíðnir samtímis á skjánum.
Sónarinn getur sýnt
lóðrétta og lárétta mynd eða sneiðmynd, einnig er hægt að
nota hann eins og hefðbundinn dýptarmælir.

Esjar SH75 fær nýjan dýptarmælir og Maxsea Time Zero
15.5.2013
Esjar SH75 hefur fengið nýjan Furuno FCV 1150 dýptarmælir sem tengdur er við Maxsea
TimeZero siglingatölvu sem einnig var sett upp með 23"
skjá.

Kynning
á Maxsea Time Zero siglingaforriti
08.04.2012

Kynning
á Maxsea Time Zero siglingaforriti
07.03.2012

Hringur SH153 fær nýjan móttökudisk fyrir sjónvarp
1.10.2012
Hringur SH153 hefur fengið
nýjan SeaTel 4004 móttökudisk fyrir gervihnattasjónvarp sem
leysir 12ára gamlan disk af hólmi sem var bilaður og gat þar að
auki ekki tekið á móti dagskrá RÚV frá THOR gervihnettinum.

Rifsnes SH44 og Tjaldur SH270 fá Furuno straummæla
1.8.2012
Tjaldur SH270 og Rifsnes SH44
hafa fengið Furuno CI-68 straummæla. Með straummæli er hægt að
sjá straumhraða og stefnu í sjó á mismunandi dýpi samtímis.
Þannig er hægt að leggja línu á nákvæmari hátt, einnig hjálpa
þessar upplýsingar til við að minnka línuslit.



Fjóla SH7 fær
nýjan tveggja tíðna sónar
1.5.2012
Nú hefur Fjóla SH7
fengið nýjan Furuno CH300 tveggja tíðna sónar 60/153KHZ sem
getur sýnt báðar tíðnir samtímis á skjánum.
Sónarinn getur sýnt
lóðrétta og lárétta mynd eða sneiðmynd, einnig er hægt að
nota hann eins og hefðbundinn dýptarmælir.

Hringur SH153 og
Helgi SH135 fá Marport Trollnemakerfi
1.10.2011
Hringur SH153 og Helgi SH135
hafa fengið Marport Trollnemakerfi með hleranemum sem sýna
fram og hliðarhalla ásamt hita og dýpi á toghlerunum, einnig
nýja aflanema sem geta sýnt hita dýpi og halla. Einnig var
sett upp viðeigandi móttakari og tölvubúnaður og skjáir sem sýna
álestur og afstöðu á hinum ýmsu trollnemum og
höfuðlínuinnkomumælir. Að sögn skipstjóra Hrings og Helga þá eru
þessir nýju nemar að reynast þeim mjög vel og hafa nú þegar
sparað bæði olíu og slit á veiðafærum.

NMT-kerfinu endanlega lokað 1 september
n.k.
1.9.2010

Helgi SH135 fær
nýjan tveggja tíðna sónar
1.6.2010
Nú hefur Helgi SH135
fengið nýjan Furuno CH300 tveggja tíðna sónar 60/153KHZ sem
getur sýnt báðar tíðnir samtímis á skjánum.
Sónarinn getur sýnt
lóðrétta og lárétta mynd eða sneiðmynd, einnig er hægt að
nota hann eins og hefðbundinn dýptarmælir.

Klakkur SH510 fær gervihnattasjónvarp
1.9.2009
Nú á dögunum var klárað að
setja upp SeaTel gervihnattasjónvarps móttakara fyrir
Astra og Thor um borð í Klakk SH510. Nú getur áhöfnin fylgst
með íslenska sjónvarpinu ásamt fjölda erlendra
sjónvarpsrása.
Um leið og þessi búnaður
var settur upp var jafnframt settir upp FM stereo sendar til
að dreifa músík og útvarpsefni þráðlaust á millidekk,
vélarúm og í íbúðir.

AIS tækin leysa sjálfvirku
tilkynningarskylduna STK af hólmi
1.8.2009
Samgönguráðuneytið hefur sett reglugerð nr.
565/2009
um breytingu á reglugerð nr.
672/2006
um
vaktstöð siglinga
og eftirlit með umferð skipa. Með gildistöku
reglugerðarinnar geta skip tilkynnt staðsetningu sína til
vaktstöðvar siglinga
með
sjálfvirku auðkennikerfi skipa
(AIS - Automatic Identification System) með sama hætti og
með svokölluðum STK tækjum.
Gert er ráð
fyrir að eftir 1. janúar 2011 muni AIS kerfið taka við af
STK kerfi í ferilvöktun skipa. Evrópureglur ná til skipa
yfir 15 metrum að lengd og notast þau við AIS-A tæki.
Skipum undir 15 metrum verður heimilt að nota AIS-B tæki sem
eru einfaldari að gerð og ódýrari.
Sjá
greinina í heild sinni hjá Siglingastofnun
AIS
skip
1.12.2008
Hægt er að sjá staðsetningu skipa með AIS búnað um allan
heim á internetinu, við hjá Mareind höfum sett á heimasíðuna
okkar AIS kort til að skoða staðsetningu AIS skipa við
Ísland,
einnig höfum við sett upp AIS monitor stöð sem staðsett er í
Grundarfirði og hlustar eftir AIS skipum við Breiðafjörð.
Skoða AIS skip við Ísland

Hringur SH153 fær
nýjan Furuno FR2117 radar
1.10.2008
Nú í vikunni var settur
upp nýr radar um borð í Hring SH153 sem hrein viðbót við
gamla Furuno FR-2110 radarinn sem hefur þjónað vel í 10 ár
og er enn í fullu fjöri. Nýji radarinn sem er af
gerðinni Furuno FR-2117 er með 6,5´ / 12kw x-band skanner
var settur upp í toggálga til að fá sem besta mynd aftur úr
skipinu og til að fá sem minnstan skugga framm úr skipinu
einnig.
Við óskum
skipstjórnarmönnum á Hring SH153 til hamingju með nýja
radarinn.

Farsæll SH30 fær gervihnattasjónvarp
1.5.2008
Nú á dögunum var klárað að
setja upp SeaTel gervihnattasjónvarps móttakara fyrir
Astra og Thor um borð í Farsæl SH30. Nú getur áhöfnin fylgst
með íslenska sjónvarpinu ásamt fjölda erlendra
sjónvarpsrása.
Um leið og þessi búnaður
var settur upp var jafnframt endurnýjaður búnaður til
sjónvarps-áhorfunar í borðsal, setustofum og klefum.

Sigurborg SH12 fær gervihnattasjónvarp
1.11.2007
Nú á dögunum fékk
Sigurborg SH12, SeaTel gervihnattasjónvarps móttakara fyrir
Astra og Thor. Nú getur áhöfnin fylgst
með íslenska sjónvarpinu ásamt fjölda erlendra
sjónvarpsrása. Nú eru öll 3 skip Soffaníasar
Cecilssonar ehf. komin með Gervihnattasjónvarp.
Um leið og þessi búnaður
var settur upp var jafnframt endurnýjaður búnaður til
sjónvarpsáhorfunar í borðsal.

Sóley , Grundfirðingur og Gullhólmi
fá gervihnattasjónvarp
1.9.2007
Nú á dögunum fengu
ofangreind skip SeaTel gervihnattasjónvarps móttakara fyrir
Astra og Thor. Nú geta áhafnir þessara skipa fylgst
með íslenska sjónvarpinu ásamt fjölda erlendra
sjónvarpsrása.
Um leið og þessi búnaður
var settur upp var jafnframt endurnýjaður búnaður til
sjónvarps-áhorfunar í borðsal, setustofum og klefum skipana.


Helgi
SH135 fær Gervihnattasjónvarp
1.6.2007
Mareind ehf, setti upp
Gervihnattasjónvarps-móttökudisk um borð í Helga SH135 um
sjómannadags-helgina af gerðinni SeaTel frá R. Sigmundssyni
ehf. Í leiðinni var endurbætt aðstaða og
búnaður til sjónvarpsáhorfunar í borðsal skipsins.
Nú eru bæði skip Guðmundar
Runólfssonar hf. komin með gervihnattarsjónvarp en
fyrir var Hringur SH153 kominn með slíkan búnað. Þetta
verður að teljast bylting fyrir sjómenn að geta nú horft á
bæði íslenskt dagskrárefni frá RÚV og erlent efni í beinni
útsendingu.

30.12.2006
Útgerðarfélagið Breiðavík ehf. sem feðgarnir
Bárður Guðmundsson og Þorsteinn Bárðarson standa að fengu nú
á milli hátíða afhentan nýjann bát af gerðinni Cleopatra 38
sem er yfirbyggður og útbúinn til línuveiða. Báturinn
er útbúinn með 2 hliðarskrúfum bæði að framan og aftan sem
er nýjung og eru þær báðar tengdar við sjálfstýringu
bátsins.
Mareind ehf, sá um
að útvega öll tækin í bátinn og setja þau upp og tengja.
Sjá meira um
Kristinn SH712

Sóley SH 124 fær nýjan Simrad ES60
dýptarmælir
1.9.2006
Mareind ehf, setti á
dögunum upp nýjan dýptarmælir um borð í Sóley SH124 sem
kemur í staðinn fyrir gamlan Simrad ES380 dýptarmælir sem
hefur verið í skipinu síðan 1985 eða allt frá því skipið var
smíðað og var hann í góðu lagi þegar hann var tekinn frá
borði eftir rúm 21 ár !
Nýji ES60 mælirinn er með
2kw/38Khz splitbeam sendir á 2kw/38Khz splitbeam botnstykki,
að sögn Rúnars Magnússonar skipstjóra er hann mjög ánægður
með mælirinn og greinilegt sé að mikil framþróun hafi
átt sér stað síðustu 2 áratugina.

20.7.2006
Sverrir Þór Jónsson í
Keflavík fékk afhentan nýjan Sputnik bát frá Knörr /
Þorgeir og Ellert á Akranesi nú í júlí, báturinn sem
hefur fengið nafnið Happadís GK16 og er gerður út frá
Sandgerði, hann er yfirbyggður og er
útbúinn til línuveiða með línubeitningarvél.
Mareind ehf, sá um
að útvega öll tækin í bátinn og setja þau upp og tengja.
Sjá meira um
Happadís GK16

10.2.2006
Haraldur Á. Haraldsson útgerðarmaður á
Patreksfirði fékk í dag afhentann nýjan Viking 1135 bát
frá Bátasmiðjunni Samtak ehf í Hafnarfirði og hefur
hann fengið nafnið Selma Dröfn BA21, hann er útbúinn til
línuveiða og er með lengdu dekki þ.e. með svokölluðum
"svölum " .
Mareind ehf, sá um
að setja upp öll siglingatækin í bátinn og tengja.
Sjá
meira um Selmu Dröfn BA21

23.12.2005
Hringur SH153 sem er í eigu Guðmundar
Runólfssonar hf, í Grundarfirði kom til landsins á föstudag
í síðustu viku og er í Hafnarfirði þar sem vinnslulína á
millidekk er sett í hann ásamt nýjum tækjabúnaði í brú.
Hringur hefur verið í breytingum í Póllandi í 2 mánuði, hann
var keyptur frá Skotlandi og var smíðaður 1999 í Skotlandi.
Hringur SH153 mun leysa af hólmi eldra skip Hring SH535 sem
hefur verið gerður út af Guðmundi Runólfssyni hf í nær 8 ár
og hefur aflað 30.000 tonn á þeim tíma. Hringur SH153 mun
væntanlega fara í sína fyrstu veiðiferð við Ísland milli
jóla og nýárs.
Mareind ehf, sá um
að breyta tækjapúltum og setja upp ný siglinga og
fiskileitartæki um borði í nýjann Hring SH153.
Sjá meira um
Hring SH153

4.11.2005
Torfi Sigurðsson útgerðarmaður í
Ólafsvík fékk í dag afhentann nýjan Viking 1135 bát
frá Bátasmiðjunni Samtak ehf í Hafnarfirði og hefur
hann fengið nafnið Olli SH375, hann er útbúinn til
línuveiða. Nýji báturinn kemur til með að leysa af hólmi eldri bát frá
Seiglu sem var minni.
Mareind ehf, sá um
að útvega öll tækin í bátinn og setja þau upp og tengja.
Sjá meira um Olla
SH375

15.9.2005
Jóhann Rúnar Kristinsson útgerðarmaður á Rifi
fékk nú í mánuðinum afhentann nýjan yfirbyggðan Cleopatra 38
bát sem er útbúinn til línuveiða með línubeitningarvél
Báturinn sem hefur fengið nafnið Særif SH25 var til sýnis á
Sjávarútvegssýningunni nú í september.
Að útgerðinni standa auk Jóhanns synir hans Arnar og
Friðþjófur.
Mareind ehf, sá um
að útvega öll tækin í bátinn og setja þau upp og tengja.
Sjá meira um Særif
SH25

26.8.2005
Baldur Hauksson í
Grindavík fékk afhentan nýjan Sputnik bát frá Knörr /
Þorgeir og Ellert á Akranesi nú í ágúst, báturinn sem
hefur fengið nafnið Eyrarberg GK60 er yfirbyggður og er
útbúinn til línuveiða með línubeitningarvél.
Mareind ehf, sá um
að útvega öll tækin í bátinn og setja þau upp og tengja.
Sjá meira um
Eyrarberg GK60

15.8.2005
Vöggur Ingvason í Ólafsvík fékk
afhentan nýjan Seiglubát af gerðinni Seigur 1160 í ágúst,
báturinn sem hefur fengið nafnið Kóni ll SH52 er yfirbyggður
og er útbúinn til línuveiða með línubeitningarvél.
Mareind ehf, sá um
að útvega öll tækin í bátinn og setja þau upp og tengja.
Sjá meira um Kóna
ll SH52

21.3.2005
Egill Halldórsson SH2 kemur úr viðamiklum
breytingum hjá Ósey í Hafnarfirði þar sem byggt var yfir
dekk og ný brú byggð á bátinn.
Mareind ehf, sá um
að útvega öll tækin í bátinn og setja þau upp og tengja.
Sjá meira um Egil
Halldórsson SH2

21.10.2004
Nýr bátur frá Knörr á Akranesi af gerðinni
"Sputnik" afhentur Hjörleifi Guðmundssyni í Ólafsvík
og hefur hann fengið nafnið Geisli SH155 og er
yfirbyggður línubátur.
Mareind ehf, sá um
að útvega öll tækin í bátinn og setja þau upp og tengja.
Sjá meira um Geisla SH155

21.09.2004
Kristján Jónsson á Hellisandi fékk nýverið
afhentan nýjan Seiglubát , Seigur 1160 sem hefur hlotið
nafnið Matthías SH21 og er útbúinn með línubeitningarvél og
er yfirbyggður.
Mareind ehf, sá um
að útvega öll tækin í bátinn og setja þau upp og tengja.
Sjá meira um
Matthías SH21

|