Sigurborg SH12 hefur fengið þrjá nýja Furuno dýptarmæla sem allir hafa sína sérstöðu.

Furuno DFF1-UHD er með 50Khz og 200Khz TRUE ECHO CHIRP senda og getur sýnt botngreiningu á myndrænan og einfaldan máta sem skráist inn í botngreiningargagnagrunn í Maxsea TZ siglingaforritinu, einnig sýnir hann fiskstærð á einfaldan máta.

Furuno DFF-3D er nýr fjölgeisla dýptarmælir, fisksjá og sónar sem er tengdur Maxsea TZ siglingaforritinu. Mælirinn hefur 3 sendigeisla á 165Khz og dregur niður á 300metra dýpi. Þrívíddarmyndin sýnir sjávarbotninn og fiskitorfur á mjög greinilegan grafískan hátt í þrívídd og lit. Þessi þrívíddarmynd safnast upp í gagnagrunn í Maxsea Time Zero Professional siglingaforritinu.

Furuno FSS-3BB er nýr dýptarmælir frá Furuno, fiskitegunda og fiskmassa dýptarmælir.  Sendiorkan er 1 – 3 kW og senditíðnirnar frá 15 – 242 kHz.  Mælirinn er með nýrri tegundagreiningar tækni (IDENTI-FISH) sem Furuno hefur þróað, sem greinir fiskitegundir í rauntíma við veiðiskapinn.  Þessi tækni gagnast ekki aðeins við að auka framleiðnina við fiskveiðarnar, hún gerir þær sjálfbærari með því að minnka óæskilegan meðafla.