Upprunalegu skjápúlti í Farsæl var breytt í sumarstoppinu til betri vegar á þann hátt að búinn var til nýr skjáveggur sem er beint fyrir framan skipstjórnarstólinn í brúnni og færist nær skipstjórnanda.

Öllum skjáum var skipt út með 10 nýjum 27″ LCD skjáum sem mynda skjávegg beint fyrir framan skipstjórnarstólinn. Jafnframt var bætt við skjáum í upphækkun í lofti fyrir myndavélar á millidekki og vélarúmi. Algjör bylting með stærri bjartari skjáum og nær notanda.