15.7.2013

Örvar SH777 hefur fengið Furuno CI-68 straummælir ásamt Furuno FCV 1150 dýptarmælir sem tengdur er við Maxsea TimeZero siglingatölvu sem einnig var sett upp með tveim 23″ skjáum. Með straummæli er hægt að sjá straumhraða og stefnu í sjó á mismunandi dýpi samtímis. Þannig er hægt að leggja línu á nákvæmari hátt, einnig hjálpa þessar upplýsingar til við að minnka línuslit.