1. október 2019
Þau gleðilegu og einstöku tímamót urðu í Grundarfjarðarhöfn í lok september að þrjú ný togskip komu í fyrsta skiptið í nýja heimahöfn.  Fisk Seafood hf og Guðmundur Runólfsson hf, hafa endurnýjað gamla togbáta með glæsilegum 10-12 ára gömlum togskipum sem eru nokkrum númerum stærri en gömlu skipin. Þetta eru skipin Runólfur SH135, Farsæll SH30 og Sigurborg SH12.
Við óskum útgerðum, áhöfnum og Grundfirðingum öllum, til hamingju með glæsilegan skipaflota.