Þórsnes SH109 fær nýtt ísleitarljós og Raymarine FLIR hita/nætur-myndavél.

Þórsnes hefur fengið nýtt fjarstýrt Norselight ísleitarljós, 1000w Xenon, sem leysir af hólmi 25 ára gamalt ísleitarljós frá Norselight. Að auki var sett upp FLIR Raymarine Hita/nætur-myndavél sem er fest utaná ísleitarljósið og fylgir því öllum þess hreyfingum. Ísleitarljósið og hitamyndavélin gagnast mjög vel við að sjá ísjaka og ísrönd í sjónum ásamt því að greina allar hitabreytingar í sjónum þar á meðal mann í sjó, hitaskil ofl. jafnt að degi sem að nóttu.