20.9.2013
Útgerðarfélagið Breiðavík ehf. sem feðgarnir Bárður Guðmundsson og Þorsteinn Bárðarson standa að komu á dögunum heim með nýlegan bát af gerðinni Cleopatra 50 sem er yfirbyggður og útbúinn til línuveiða.  Báturinn kemur í stað gamla Kristinns, Cleopatra 38 sem var smíðaður fyrir Breiðavík árið 2006.  Mareind sá um að breyta fyrirkomulagi tækja og bæta við tækjum í brú bátsins eftir að þeir feðgar komu með bátinn til landsins frá Belgíu í júlí s.l. en hann var smíðaður hjá Trefjum árið 2010 fyrir útgerð í Belgíu.

Í bátnum er eftirfarandi tækjabúnaður:
Dýptarmælir 1:
Furuno FCV1150  3kw / 38Khz
TölvuPlotter 1:
Maxsea Time Zero, 2D/3D 
Dýptarmælir 2:
Furuno FCV585 1kw   50/200Khz
TölvuPlotter 2:
Olex 2D/3D
Radar :
Furuno FR2117 m. Arpa og AIS
VHF talstöð 1:
Sailor RT2048
VHF talstöð 2:
Sailor RT5022 DSC
MF/HF talstöð:
Sailor MF/HF 5100 DSC
Inmarsat-C:
Sailor 3022D
VHF Handtalstöðvar:
Jotron TRON TR20 2stk.
Navtex:
  ICS 5
Neyðarbauja:
Jotron Tron45
GPS áttaviti :
Furuno SC50
Sjálfstýring :
Simrad AP70 m. FU útistjórntæki
AIS tæki:
Furuno  FA150 Class A
GPS 1 :
Furuno GP150
GPS 2:
Leica
Myndavélakerfi:
5 myndavélar á 2 skjáum
Tölva 3 :
Afladagbókar/fjarskipta tölva
Tölvuskjáir :
19″ flatskjáir 7 stk.