20.11.2013
Nýtt glæsilegt Rifsnes SH44 kom í heimahöfn eftir siglingu frá Noregi þaðan sem það var keypt og hét áður „Polarbris“.  Skipið er smíðað árið 1999 í Noregi og er 43m að lengd og 9m að breidd eða 775 brúttólestir. Eldra Rifsnesið var smíðað árið 1968 og er orðið 29 ára gamalt og hefur verið selt til Vísis í Grindavík.  Við óskum útgerð og áhöfn til hamingju með eitt glæsilegasta línuskip landsins.
 

Mareind ehf sá um að koma fyrir viðbótarbúnaði í brú og íbúðir sem tíðkast hér á Íslandi umfram það sem gerist í Noregi.