10.5.2015

Sverrir SH126 sem er Cleopatra og gerður út á línuveiðar kom til heimahafnar í Ólafsvík eftir miklar breytingar sem gerðar voru á honum í Bátahöllinni á Hellisandi.  Skorið var ofan af bátnum að brúnni undanskildri og byggður nýr skrokkur sem er breiðari hærri og lengri heldur en áður.  Báturinn er nú tæplega 12metra langur og mælist 14,9 br.tonn í stað 9 br.tonna.  Eftir stækkun er nú mun meira dekkpláss fyrir línubala og pláss fyrir fleiri kör í lest.  

Í bátinn var sett ný aðalvél af gerðinni John Deere ásamt tveimur hliðarskrúfum að framan og aftan. Einnig var endurnýjaður tækjabúnaður ss. ný Simrad AP70 sjálfstýring sem stjórnar einnig báðum hliðarskrúfum ásamt útistjórnbúnaði og GPS áttavita.  Ný siglingatölva með Maxsea siglingaforriti, Garmin GPS plotter með innbyggðum dýptarmælir 50/200Khz, myndavélar í vélarúmi ofl.  

Mareind sá um að tengja allan tækjabúnað bæði nýjan og gamlan í bátinn.

Við óskum eigendum til hamingju með glæsilegann nýjan Sverrir SH126.