20.11.2015
Helgi SH135 hefur fengið nýjan Ískastara, TEF2650,1000W Xenon frá Tranberg í Noregi ásamt Raymarine/FLIR fastri T270 Hitamyndavél sem fest er utan á leitarkastarann og fylgir því öllum hans hreyfingum. Leitarkastarinn og Hitamyndavélin gagnast mjög vel við að sjá ísjaka og ísrönd í sjónum ásamt því að greina allar hitabreytingar á sjónum þar á meðal hitaskil ofl.